Guðlaugur Þór kom seint á fund

Guðlaugur Þór Þórðarson sést hér mæta á ríkisstjórnarfund í morgun.
Guðlaugur Þór Þórðarson sést hér mæta á ríkisstjórnarfund í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin fundar í dag í Ráðherrabústaðnum eins og venja er á föstudögum. Athygli vakti að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, mætti um klukkutíma of seint til fundarins, en ekki fylgir sögunni hvað tafði ráðherra þennan morguninn.

Eins og sést á meðfylgjandi ljósmyndum sem ljósmyndari mbl.is tók í morgun, þá er Guðlaugur Þór enn á hækjum, enda enn að jafna sig eftir ökklabrot. 

Greint var frá því í vikunni að Guðlaug­ur Þór væri nú að velta því fyr­ir sér að bjóða sig fram til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um á lands­fundi um aðra helgi. Hann hefur þó ekki ákveðið neitt í þeim efn­um enn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert