„Það eru mjög misjafnar skoðanir á þessu í bænum. Margir hafa sett sig upp á móti því að gjaldskyldu sé komið á við þeirra götur,“ segir Benóný Ægisson, rithöfundur og fyrrverandi formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur.
Í vikunni voru kynnt áform borgaryfirvalda um breytingar á gjaldsvæðum bílastæða. Fjöldi gatna bætist við á gjaldsvæði 2, til að mynda götur í gamla Vesturbænum og götur í nálægð við Skólavörðuholt.
„Það er alltaf keppni á milli okkar íbúanna og svo þeirra sem vinna í bænum. Auk þess erum við í keppni við tvenns konar dreifbýlisdruslur um stæðin á öðrum tíma. Annars vegar eru það túristadruslur og svo þeir sem koma á næturlífið og skilja bílana eftir. Á laugardögum og sunnudögum er oft gjörsamlega vonlaust að fá hér stæði,“ segir Benóný.
Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.