Hugmynd að breyttu skipulagi Kvosarinnar

Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að innréttingar bygginga Eikar í …
Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að innréttingar bygginga Eikar í Kvosinni gætu litið út ef breytingarnar verða samþykktar af borginni. Tölvumynd/tp bennett

Eik fasteignafélag hf. hefur kynnt borgaryfirvöldum metnaðarfullar hugmyndir að breyttu skipulagi Kvosarinnar í Reykjavík. Í eigu Eikar eru byggingar við Austurstræti, Hafnarstræti og Tryggvagötu, alls um 8.500 fermetrar. Byggingarnar eru í dag nýttar undir starfsemi Landsbankans en bankinn mun á nýju ári flytja starfsemina í nýtt hús í Austurhöfn.

„Þessar byggingar munu brátt þurfa nýtt hlutverk og nýja leigjendur,“ segir í bréfi sem Eik sendi umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Almennt séu byggingarnar í góðu ástandi en þó sé þörf á að gera ýmsar lagfæringar og breytingar þannig að rýmin henti sem best til útleigu. Hugmynd Eikarmanna er sú að byggingarnar verði nýttar frá morgni til kvölds, virka daga sem um helgar, en ekki bara frá níu til fimm virka daga.

Tillögur Eikar gera ráð fyrir því að opna í gegnum núverandi byggingar og gera gangveg eða sund í gegnum eignir félagsins frá Austurstræti að Hafnarstræti og frá Hafnarstræti að Tryggvagötu.

„Með því að endurhugsa alla þessa illa nýttu bak- og húsgarða viljum við gera áhugaverðar tengingar bæði fyrir leigjendur og viðskiptavini. Þar sem í dag eru flóknir gangar, stigahús, kjallarar og port sem nýtt eru undir sorp og bílastæði viljum við skapa rými fyrir verslanir og veitingastaði ásamt markaðsstemningu, þar sem m.a. hluti af Kolaportinu gæti starfað alla daga.“

Nánar var fjallað um málið í Morgunblaðinu á fimmtudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert