Segir Guðlaug hafa velt fyrir sér breytingum á verkaskiptingu

Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson munu takast á um …
Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson munu takast á um formannsembætti Sjálfstæðisflokkins á landsfundi sem fer fram um næstu helgi. Samsett mynd

„Ég get staðfest að við sátum saman í tvígang undir lok síðustu viku. Það er útilokað að fara út í smáatriði þess samtals en það samtal átti sér stað meðal annars á þeim forsendum að Guðlaugur Þór var að velta því fyrir sér hvort við gætum gert breytingar í innra starfi flokksins og eftir atvikum með verkaskiptingu milli fólks,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um fundi hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um­hverf­is- og orku- og lofts­lags­ráðherra.

Guðlaugur Þór greindi frá því fyrr í kvöld að það væri ekki rétt að hann hafi gert kröfu um að fá að gegna embætti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í skipt­um fyr­ir að hætta við fram­boð til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins líkt og frá var sagt í frétt Innherja.  

Bjarni segir að þessar mögulegu breytingar á innra starfi flokksins og á verkaskiptingu fólks hefðu að mati Guðlaugs mætt „væntingum þeirra sem hann er í mestum samskiptum við, eða hans stuðningsmanna.“

„Í stuttu máli lauk þessu samtali án þess að við næðum saman um þessa hluti og meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir hann. 

Rædduð þið mögulegar breytingar í fjármálaráðuneytinu?

„Það er meðal þess sem rætt var um, þ.e. breytingar á hlutverkum í ríkisstjórn,“ segir Bjarni að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka