Umboðsmaður skoði mál lögreglu gegn blaðamönnum

Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Blaðamanna­fé­lag Íslands hef­ur sent rök­stutt er­indi til umboðsmanns Alþing­is þar sem hann er hvatt­ur til að hefja frum­kvæðis­at­hug­un á embætt­is­færsl­um lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins á Norður­landi eystra vegna mála­til­búnaðar þess gegn fjór­um blaðamönn­um, eða þeim Aðal­steini Kjart­ans­syni á Stund­inni, Arn­ari Þór Ing­ólfs­syni á Kjarn­an­um, Þóru Arn­órs­dótt­ur á RÚV og Þórði Snæ Júl­í­us­syni á Kjarn­an­um. 

Þetta kem­ur fram á vef Blaðamanna­fé­lags Íslands. 

Þar er haft eft­ir Sig­ríði Dögg Auðuns­dótt­ur, for­manni BÍ, að það sé mik­il­vægt „að fá álit Umboðsmanns Alþing­is á því hvort ákvörðun lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra, að kalla blaðamenn til yf­ir­heyrslu fyr­ir það eitt að vinna vinn­una sína, hafi verið í sam­ræmi við hlut­verk lög­reglu og þá vernd sem fjöl­miðlar njóta sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mál­um.“

„Blaðamanna­fé­lagið hef­ur ít­rekað bent á að um störf fjöl­miðla gilda önn­ur lög og regl­ur en önn­ur störf, vegna hlut­verks fjöl­miðla og mik­il­væg­is þeirra fyr­ir lýðræðis­lega umræðu. Hlut­verk umboðsmanns er að tryggja rétt ein­stak­linga gagn­vart stjórn­völd­um og því mik­il­vægt að fá úr því skorið hvort brotið hafi verið á rétti blaðamann­anna fjög­urra í þessu til­viki. Blaðamanna­fé­lagið minn­ir á mik­il­vægi fjöl­miðla í því að tryggja al­menn­ingi rétt til upp­lýs­inga og að frjáls frétta­flutn­ing­ur og vernd heim­ild­ar­manna séu grund­vallar­for­send­ur fyr­ir því að fjöl­miðlar geti gegnt hlut­verki sínu í lýðræðisþjóðfé­lagi,“ seg­ir Sig­ríður Dögg enn frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert