Veðurstofan varar við eftirlíkingum

Veðurstofa Íslands birti færslu síðdegis þar sem hún varaði við …
Veðurstofa Íslands birti færslu síðdegis þar sem hún varaði við eftirlíkingu í netheimum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Veðurstofa Íslands birti færslu á Twitter-aðgangi sínum í dag þar sem hún varaði við öðrum aðgangi á miðlinum í dulargervi stofnunarinnar.

Eftirherman ber sama myndmerki og Veðurstofa Íslands og er auðkennd sem @vedurisl á miðlinum sem var nýverið keypur af auðkýfingnum uppátækjasama, Elon Musk.

Eftirhermur orðnar vandi á Twitter

„Við [...] biðjum vinsamlegast um að @vedurisl breyti nafni, merki og myndnotkun reikningsins. Höfum ekkert á móti áhugsömu fólki sem vill tísta um veður, en ekki að það sé gert í okkar nafni og undir fölsku flaggi,“ segir í færslu Veðurstofunnar.

Ný þjónusta Twitter sem ber heitir Twitter Blue hefur gert notendum kleift að fá bláan sönnunarstimpil við hlið nafns síns á miðlinum gegn því að greiða 8 Bandaríkjadali á mánuði. Þetta varð til þess að heil hersing eftirhermuaðganga skutu upp kollinum með því markmiði blekkja notendur.

Þjónustan er ekki aðgengileg á Íslandi að svo stöddu.

Veðurstofa Íslands ber engan sönnunarstimpil sem stendur og það sama gildir um @vedurisl og því er erfitt að greina aðganganna tvo í sundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert