Eðlilegt að gagnrýna lögreglu

Hjálmar bendir á að nagladekk valdi mikilli svifryksmengun.
Hjálmar bendir á að nagladekk valdi mikilli svifryksmengun.

Hjálm­ar Sveins­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það ekki hafa verið óeðli­legt fyr­ir borg­ar­yf­ir­völd að gagn­rýna lög­reglu, eins og gert var með bók­un á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs í síðustu viku.

Hann seg­ir að meðal ann­ars hafi komið fram á fund­in­um að nagla­dekkja­notk­un í októ­ber í Reykja­vík í ár hafi verið fimm sinn­um meiri en í októ­ber í fyrra.

Óheppi­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar lög­reglu

„Samt eru flest­ir sam­mála um það að hef­ur verið ein­muna veður­blíða í októ­ber og það sem af er nóv­em­ber,“ seg­ir Hjálm­ar í sam­tali við mbl.is.

„Við telj­um óheppi­legt að lög­regl­an gefi út yf­ir­lýs­ingu um það að það verði ekki sektað, þó að nagla­dekkja­tíma­bilið sé ekki hafið, eða að það verði ekki sektað þótt fólk sé á nögl­um eft­ir að nagla­dekkja­tíma­bili sé lokið.“

Hjálm­ar seg­ir að þetta sé óheppi­legt í ljósi þess hversu nagla­dekk valda miklu sliti á mal­biki og mik­illi svifryks­meng­un.

Vega­gerðin hef­ur áður bent á að nagla­dekkja­notk­un vegi mjög þungt við mynd­un svifryks­ á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Svifryk í Reykjavík. Nagladekk eiga mestan þátt í því, samkvæmt …
Svifryk í Reykja­vík. Nagla­dekk eiga mest­an þátt í því, sam­kvæmt rann­sókn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mjög sér­stak­ar aðstæður þurfi

Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, kvaðst á laug­ar­dag­inn vera undr­andi á bók­un borg­ar­full­trúa. Refsiskil­yrði séu ekki til staðar ef um­ferðarör­yggi sé ógnað vegna akst­ursaðstæðna. Lög­regl­unni sé því gert að taka til­lit til veðurs og aðstæðna í eft­ir­lits­hlut­verki sínu. 

„Ég hef átt erfitt með að sjá að nú í haust hafi verið sér­stak­ar veðurfars­ástæður sem geri það nauðsyn­legt fyr­ir lög­regl­una að gefa þetta út,“ seg­ir Hjálm­ar.

„Ég er ekk­ert að gera lítið úr þessu ákvæði, og að það sé lög­reglu að meta það, en aðal­atriðið er að það er óheppi­legt að lög­regl­an gefi út svona yf­ir­lýs­ing­ar. Að mínu mati þurfa að vera mjög sér­stak­ar aðstæður til þess að gera það.“

Bíla­leigu­bíl­ar á nagla í byrj­un októ­ber

Hann seg­ir ákveðinn þátt í þessu að aft­ur sé fjöldi bíla­leigu­bíla far­inn að sjást á göt­um borg­ar­inn­ar.

„Mér er sagt að þeir séu eig­in­lega all­ir komn­ir á nagla strax í byrj­un októ­ber, löngu áður en að nagla­tíma­bil hefst. Það er mjög óheppi­legt af því að þá eru í raun­inni skatt­borg­ar­ar í Reykja­vík að borga fyr­ir slit sem slík­ir bíl­ar valda.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert