Þjóðargjöf afhent á morgun

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við þurf­um að leita sí­fellt nýrra leiða til að efla ís­lensk­una og vekja áhuga ung­menna á mik­il­vægi menn­ing­ar­arfs­ins. Stjórn­völd reka fjöl­breytt verk­efni í því skyni og stefn­an er al­veg skýr,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir menn­ing­ar og viðskiptaráðherra.

Á ábyrgðarsviði henn­ar í rík­is­stjórn er allt sem viðvík­ur ís­lensku máli, sem verður sér­stak­lega í deigl­unni í dag, 16. nóv­em­ber, sem er Dag­ur ís­lenskr­ar tungu.

Fram­hald mála er svo að á morg­un, fimmtu­dag, verður kynnt þjóðar­gjöf; það er 550 ein­tök af heild­ar­út­gáfu Íslend­inga­sagn­anna til mennta-, menn­ing­ar- og heil­brigðis­stofn­ana. Þarna eru sög­urn­ar all­ar í fimm binda út­gáfu Sögu-for­lags, sem kom út í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is Íslands árið 2018. Þjóðar­gjöf­in er styrkt af fjöl­mörg­um fyr­ir­tækj­um, en þannig mátti koma þessu máli í kring sem Lilja Al­freðsdótt­ir seg­ir hafa verið mjög mik­il­vægt.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert