Villtir fuglar dreifa inflúensu

Mávur með æti.
Mávur með æti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

In­flú­ensu­veir­ur A dreifast land­lægt með stofn­um villtra fugla sem ferðast árstíðabundið milli vetr­ar­stöðva á suðlæg­um breidd­ar­gráðum til varps­væða á norður­slóðum. Þetta kem­ur fram í ný­út­kom­inni fræðigrein í tíma­rit­inu Mo­lecul­ar ecology.

„Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna að flutn­ing­ur in­flú­ensu­veiru A á norður­slóðum og kald­tempruðu svæðunum end­ur­spegl­ar ferðalög villtra fugla um jaðar heim­skauts­svæðis­ins, einkum stutt­ar flug­leiðir milli nær­liggj­andi svæða frek­ar en lang­flug yfir norður­skautið. Á Íslandi mæt­ast flutn­ings­leiðir veirunn­ar milli meg­in­lands Evr­ópu og Norður-Am­er­íku, í sam­ræmi við farflug villtra fugla frá meg­in­landi Evr­ópu til Norðaust­ur-Kan­ada og Græn­lands. Þrátt fyr­ir að út­breiðslu­hraði veirunn­ar sé svipaður hjá ólík­um fugla­hóp­um á Íslandi gegna máv­ar stóru hlut­verki í flutn­ings­ferl­inu,“ seg­ir á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar.

Hér á Íslandi tengj­ast far­leiðir fugla sem eiga heim­kynni við aust­an­vert Atlants­haf og vest­an­vert hafið í Norður-Am­er­íku. Hér gefst því ein­stakt tæki­færi til að rann­saka hvað ein­kenn­ir veiru­flutn­ing milli aust­ur- og vest­ur­hvels jarðar. „Lagt var mat á teng­ingu Íslands við ná­læg svæði og skoðað var hvernig in­flú­ensu­smit á milli teg­unda og mynd­un nýrra af­brigða hef­ur áhrif á land­fræðilega út­breiðslu veirunn­ar.“

Niður­stöðurn­ar eru tald­ar geta komið að gagni við áætlana­gerð og eft­ir­lit með in­flú­ensu­faröldr­um. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert