Bjartsýnn á að frumvarpið verði samþykkt

Jón Gunnarsson vonast til þess að mæla fyrir frumvarpinu í …
Jón Gunnarsson vonast til þess að mæla fyrir frumvarpinu í þinginu í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra á von á því að mæla fyr­ir nýju frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­reglu­lög­um á Alþingi í næstu viku.

Þing­flokk­arn­ir fá vænt­an­lega frum­varpið til sín í vik­unni en frum­varpið var tekið fyr­ir á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. 

„Ég geri ráð fyr­ir því og von­ast til þess að geta mælt fyr­ir frum­varp­inu í næstu viku. Þetta mál hef­ur verið í und­ir­bún­ingi í nokk­urn tíma og var í sam­ráðsgátt stjórn­valda í mars ef ég man rétt,“ seg­ir Jón og spurður um hvernig hann meti lands­lagið í þing­inu gagn­vart mál­inu seg­ist hann vera bjart­sýnn. 

„Ég er bara nokkuð bjart­sýnn. Ábyrgð þing­manna er auðvitað mik­il þegar kem­ur að þess­um mála­flokk­um. Við höf­um verið vöruð við þess­ari þróun í lang­an tíma. Lög­regl­an hef­ur gefið út skýrsl­ur og varað við þeirri þróun sem er að eiga sér stað í skipu­lagðri brot­a­starf­semi í land­inu. Það ástand er al­ger­lega óviðun­andi. Ég hef notað þetta ár til að fara vel yfir starf­semi lög­reglu, til dæm­is með starfs­hópi sem Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður leiddi ásamt lög­reglu­stjór­un­um. Í þeirri vinnu komu fram ýms­ar hug­mynd­ir um aukið sam­starf milli lög­reglu­embætta og ákveðnar skipu­lags­breyt­ing­ar sem við verðum að fara í. Á grund­velli þess átaks sem ég hef verið að boða í þess­ari bar­áttu get­um við rök­stutt aukið fjár­magn til lög­gæsl­unn­ar, og reynd­ar fleiri mála­flokka sem und­ir ráðuneytið heyra. Ég geri mér von­ir um að um­tals­verðar breyt­ing­ar verði á þess­um mála­flokk­um, nú fyr­ir aðra umræðu fjár­laga, miðað við fyr­ir­liggj­andi frum­varp.“

Innra eft­ir­lit búið til hjá lög­regl­unni

Jón seg­ir að aðal­atriði frum­varps­ins séu ann­ars veg­ar aukn­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir lög­reglu og hins veg­ar aukið eft­ir­lit með störf­um lög­reglu. 

„Við erum að gefa lög­reglu ákveðnar heim­ild­ir sem eru í ætt við það sem ger­ist og geng­ur í ná­granna­lönd­um okk­ar. En við göng­um þó ekki nærri eins langt, því ná­granna­lönd­in eru með leyniþjón­ustu og öðru­vísi starf­semi en við erum með hér. Þar eru heim­ild­irn­ar miklu víðtæk­ari. Frum­varpið snýr fyrst og fremst að þess­um brota­flokk­um sem falla und­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi og ógn gegn ör­yggi rík­is­ins eða hryðju­verk­a­starf­semi. Slík­ir brota­flokk­ar virða auðvitað eng­in landa­mæri og krefjast mik­ils sam­starfs við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd. Þá geng­ur þetta út á að geta unnið með upp­lýs­ing­ar frá öðrum lög­reglu­yf­ir­völd­um og veitt þeim upp­lýs­ing­ar til baka. Þegar um er að ræða eft­ir­lit og eft­ir­fylgni með ein­stak­ling­um sem lög­regl­an hef­ur upp­lýs­ing­ar um að séu tengd­ir skipu­lagðri brot­a­starf­semi án þess að það sé hengt við ein­stök af­brota­mál. Breyt­ing­arn­ar í þess­um efn­um eru ekki rót­tæk­ar en ramma frek­ar inn hvað lög­regl­an get­ur gert,“ seg­ir Jón og seg­ir aukið eft­ir­lit með störf­um lög­regl­unn­ar einnig vera stórt mál. 

Lögreglan hefur haft mörgum hnöppum að hneppa í haust. Upplýsingafundur …
Lög­regl­an hef­ur haft mörg­um hnöpp­um að hneppa í haust. Upp­lýs­inga­fund­ur vegna aðgerða lög­reglu í sept­em­ber vakti geysi­lega at­hygli. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þá erum við að styrkja veru­lega starf­semi eft­ir­lits­nefnd­ar með störf­um lög­reglu. Þar fjölg­um við í stjórn úr þrem­ur í fimm og fjölg­um starfs­mönn­um. Formaður nefnd­ar­inn­ar verður jafn­framt starfsmaður nefnd­ar­inn­ar sem er breyt­ing. Nefnd­in er skipuð af ýms­um aðilum og starfar óháð lög­regl­unni. Við erum einnig að setja á embætti innra eft­ir­lits lög­reglu og lög­reglu ber alltaf að til­kynna þeim aðila þegar þess­ar heim­ild­ir eru notaðar sem lúta að ákvörðun lög­reglu­stjóra. Ein­staka lög­reglu­menn geta ekki tekið þess­ar ákv­arðanir held­ur bygg­ist það alltaf á ákvörðun lög­reglu­stjóra eða þess sem lög­reglu­stjóri veit­ir heim­ild til að taka slíka ákvörðun. Þá ber að til­kynna það strax til innra eft­ir­lits­ins og til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar eins fljótt og verða mál. Eft­ir­lits­nefnd­in mun síðan á hverju ári, og oft­ar ef þörf kref­ur, gefa stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins upp­lýs­ing­ar um gang mála þótt ekki verði bein­lín­is farið í ein­stök mál,“ seg­ir Jón enn frem­ur í sam­tali við mbl.is.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka