Fréttamennska víkur fyrir áróðri

Brynjar Níelsson er maður sem liggur ekki á skoðunum sínum. Hann er gestur Dagmála í dag og ræðir þar meðal annars fullyrðingar sem hann setti fram á Facebook-síðu sinni um að sífellt fleiri fréttamenn gerist aktívistar í sínum fréttaflutningi. Hann segir þetta áberandi í fjölmörgum málaflokkum og nefnir útlendingamál, hvalveiðar og lögreglumál sem dæmi. Hann telur þetta óboðlegt þegar í hlut eiga fréttamenn á almannaútvarpi, eins og hann kallar RÚV.

Í myndbrotinu úr Dagmálaþætti dagsins sem hér fylgir ræðir hann þessa skoðun sína. En Brynjar, sem er afar umdeildur samfélagsrýnir, kemur víða við í viðtalinu. Hann ræðir þá skoðun sína að stjórnmálamenn séu of uppteknir við að verða ekki umdeildir og séu stöðugt að afsala sér valdi sem sé bæði í andstöðu við stjórnarskrána og skaðlegt fyrir lýðræðið.

Formannskjör í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu ber á góma. 

Brynjar er ekki jólabarn en upplýsir sína kjörstöðu á aðventunni sem senn gengur í garð. Hann er líka tilbúinn með jólaóskalistann sinn. Dagmálaþáttur dagsins er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert