Katrín boðar til fundar í Stjórnarráðinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir framan Stjórnarráðið í morgun.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir framan Stjórnarráðið í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað aðila vinnumarkaðarins á sinn fund í Stjórnarráðinu fyrir hádegi til að fara yfir stöðu mála í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur í gær. Mikils titrings gætti meðal stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins vegna þeirrar ákvörðunar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjörnsson, forseti …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjörnsson, forseti ASÍ, við komuna á fundinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) hafa sagt, að vaxta­hækk­un Seðlabank­ans í gær hafi sett kjaraviðræður við VR, Starfs­greina­sam­bandið og Land­sam­band versl­un­ar­manna í upp­nám og að tíma­setn­ing­in hafi verið af­leit.

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS.
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­seti ASÍ, sagði í samtali við mbl.is í gær, að það væri skelfi­leg þróun ef Seðlabank­inn ætli sér að vera með póli­tísk skila­boð sem þessi út á markaðinn.

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi í SÍ í gær, að hækk­un stýri­vaxta upp í 6% ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í mark­mið á ásætt­an­leg­um tíma. Hann tókþó fram að mögu­lega þyrfti að gera eitt­hvað aðeins meira áður en „við send­um bolt­ann áfram“ og að bank­inn muni nota þau tæki sem hann hafi sé þörf á því.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, eftir fundinn í Stjórnarráðinu
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, eftir fundinn í Stjórnarráðinu egg

„Það er al­gjör­lega með ólík­ind­um að Seðlabank­inn skuli voga sér að senda þau skila­boð út á meðan við sitj­um hér ein­beitt í að reyna að ná kjara­samn­ing­um og ná  niður verðbólgu og vöxt­um að við skul­um þá fá þessa renn­andi blautu tusku fram­an í and­litið frá þess­um egó­ist­um upp í Seðlabanka,“ sagði Vil­hjálm­ur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, við mbl.is í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert