Best geymda leyndarmál borgarinnar

Auður Gná Ingvarsdóttir er listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar sem leggur nú …
Auður Gná Ingvarsdóttir er listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar sem leggur nú meiri áherslu á háklassa íslenska hönnun. mbl.is/Ásdís

Allir Íslendingar þekkja Rammagerðina og muna margir eftir að hafa staðið sem börn fyrir framan glugga verslunarinnar á aðventunni og horft agndofa á jólasveinana.

Áður fyrr voru þar aðallega til sölu klassískar íslenskar prjónaflíkur, handverk og fjöldaframleiddar vörur sem ferðamenn gætu verið ginnkeyptir fyrir.

En nú er öldin önnur því Rammagerðin er orðin að búð sem selur það besta sem íslensk hönnun hefur upp á að bjóða, en það hefur þó ekki fælt ferðamenn frá, nema síður sé. 

Verslunin í Hörpu er best geymda leyndarmál borgarinnar að sögn …
Verslunin í Hörpu er best geymda leyndarmál borgarinnar að sögn Auðar. Haldið verður upp á afmæli verslunarinnar á laugardaginn með uppákomum og spjalli við hönnuði.

Inn í nútímann

Auður Gná Ingvarsdóttir hóf störf hjá Rammagerðinni sem listrænn stjórnandi fyrir um þremur árum og var þá hugmyndafræðin endurhugsuð.

„Þau byrjuðu aðeins að pæla í hvernig væri hægt að þróa verslunina og svo þegar covid kom vannst tími til að vinna að þróun og ég kom inn í verkefnið. Ég fór þá að tala við fólk í hönnunarsamfélaginu með það í huga að sjá hvaða vörur væri hægt að taka í sölu og hvað við gætum sjálf farið að búa til,“ segir Auður og nefnir að allar vörur séu tengdar íslenskum hönnuðum eða framleiðendum á einn eða annan hátt.

„Búðir Rammagerðarinnar hafa breyst mikið undanfarið og nýjar búðir bæst við, hér í Hörpu og í Kringlu. Það er búið að færa Rammagerðina meira inn í nútímann og það er upplifun að koma inn í búðirnar okkar, en þessi búð hér í Hörpu er ennþá best geymda leyndarmál borgarinnar.“

Fólk í fjársjóðsleit

Auður segir að áherslan í dag sé mest á hönnun, en íslenski lopinn fær þó enn að njóta sín.

Enn er hægt að kaupa lopasokka og lopapeysur þó að …
Enn er hægt að kaupa lopasokka og lopapeysur þó að hönnunarvörur séu í brennidepli í Rammagerðinni.

„Íslenskir hönnuðir hafa aldrei áður haft álíka söluvettvang fyrir sínar vörur. Hingað streyma inn kaupendur sem hafa áhuga, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Vörurnar hér eru á heimsmælikvarða.“ 

Ítarlegt viðtal er við Auði í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert