SGS og SA ræða blandaða hækkun

Vilhjálmur Birgisson hjá SGS og Halldór Benjamín Þorbergsson hjá SA …
Vilhjálmur Birgisson hjá SGS og Halldór Benjamín Þorbergsson hjá SA funda nú í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt heimildum mbl.is er blanda af krónutöluhækkun og prósentuhækkun eitt af því sem rætt er á yfirstandandi fundi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara.

Einnig eru viðræður um að flýta útgjöldum vegna hagvaxtarauka sem kveðið var á um í lífskjarasamningi en að óbreyttu verður hann greiddur út 1. maí á næsta ári.

Viðræður langt komnar?

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ein þeirra sem hefur talað fyrir krónutöluhækkunum en Efling er stærsta félagið innan SGS. Vert er að benda á að Efling er ekki hluti af þessum viðræðum. 

Ragnar Þór og félagar hjá VR eru sagðir vilja prósentuhækkun fram yfir krónutöluhækkanir til að kaupmáttur félaga VR rýrni ekki í raun.

Heimildir Kjarnans herma að viðræður SGS og SA séu langt komnar og sé nú unnið að því að fá VR að borðinu. Ekki hefur náðst í samningamenn nú síðdegis við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert