Kuldi og hálka læðast yfir landið

Vegagerðin bendir á að akstursskilyrði séu orðin lúmsk víða.
Vegagerðin bendir á að akstursskilyrði séu orðin lúmsk víða. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Hæð er yfir landinu og hægur vindur, víðast hvar. Þó verður norðvestanátt 5 til 10 metrar á sekúndu á Austfjörðum. Skýjað er með köflum á Norðurlandi en annars yfirleitt léttskýjað.

Líkt og gjarnan á þessum árstíma þá fylgir bjartviðri lækkandi hitastig og víðast hvar verður hitinn á bilinu 0 til 5 stig en þó að 7 stigum með suðurströndinni,“ segir í hugleiðingum Veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Akstursskilyrði lúmsk

Ökumenn eru hvattir til að sýna aðgát, þar sem hálka hefur myndast víða á vegum eftir kalda nótt. Vegagerðin bendir á að akstursskilyrði séu orðin lúmsk víða. 

Unnið er að uppbyggingu nýs vegar austan til á Laxárdalsheiði og eru vegfarendur beðnir að aka um framkvæmdasvæðið með gát.

Vegna vinnu við fráveitulagnir frá Flóahverfi þarf að þvera Akrafjallsveg. Hjáleið hefur verið gerð um gamla þjóðveginn. 

Vegna vinnu í vegköntum er hraði tekinn niður í 70 km/klst. á Hringvegi við Melahverfi. Hraðatakmarkanir gilda yfir daginn á meðan á vinnu stendur.

Unnið verður að þrifum í Dýrafjarðargöngum til 7. desember. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi

Þá er varað er við hreindýrum á milli Hafnar og Djúpavogs.

Á morgun er útlit fyrir breytilega átt, 3 til 8 m/s og bjartviðri. Á norðvestanverðu landinu verður skýjað með stöku skúr og suðvestanátt 8 til 13 m/s. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert