Vilhjálmur bendlaði Viðar við upplýsingalekann

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, sem var …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, sem var áður framkvæmdastjóri Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að upplýsingum um gang kjaraviðræðna sem fóru milli hans og Viðar Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, hafi verið lekið til fjölmiðla daginn eftir samtal þeirra. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.

Í Kastljósi í kvöld sagði Vilhjálmur að hann hefði rætt við Viðar kvöldið fyrir undirritun kjarasamninga og gert honum grein fyrir því að viðræður væru langt komnar. Honum hafi því vitaskuld brugðið daginn eftir þegar hann las um allt það sem þeim fór á milli í tveimur fjölmiðlum.

Í pistli sem Vilhjálmur birti á Facebook á sunnudaginn kemur fram að upplýsingum hafi verið lekið til fjölmiðla meðan kjarasamningsviðræður voru á viðkvæmu stigi. Var markmiðið, að sögn Vilhjálms, að afvegaleiða það sem verið var að semja um og skemma vinnu SGS. 

Vilhjálmur hefur aldrei nafngreint þann einstakling sem hann grunar um að hafa lekið upplýsingunum en miðað framangreindar upplýsingar má ætla að Viðar Þorsteinsson sé einstaklingurinn sem um ræðir.

Frá Kastljósi í kvöld.
Frá Kastljósi í kvöld.

Sólveig þrætti ekki fyrir þetta

„Það er bara eins og það kom fram í [Kastljósi]. Þú tókst eftir því að hún [Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar] þrætti ekki fyrir þetta,“ segir hann í samtali við mbl.is um samtal sitt við Viðar.

Aðspurður segir hann að fáir hafi verið með þessar upplýsingar undir höndunum á þessu viðkvæma stigi kjaraviðræðna. Allt sem fór milli hans og Viðars var lekið til fjölmiðla, að sögn Vilhjálms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert