Risavindorkugarður undirbúinn

Vindmyllur í Noregi. 70 til 100 vindmyllur gætu risið.
Vindmyllur í Noregi. 70 til 100 vindmyllur gætu risið.

Matsáætlun fyrir vindorkugarð á Fljótsdalsheiði, í landi Klaustursels, gerir ráð fyrir að þar geti risið allt að 500 MW virkjun, ef farið verður í stærstu útfærslu. Reiknað er með að byrjað verði á smærri áfanga. Þörf er á 70 til 100 og allt að 200 metra háum vindmyllum fyrir 500 MW í uppsettu afli.

Zephyr Iceland stendur fyrir framkvæmdinni. Fram kemur í skýrslu um matsáætlun sem kynnt hefur verið að Fljótsdalsheiði er talin tilvalinn staður fyrir vindorkugarð. Á svæðinu eru hagstæð veðurskilyrði, tiltölulega einfalt að tengjast raforkuflutningskerfi Landsnets og góðir innviðir vegna undirbúnings og aðflutninga.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert