Geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force, USSF) hefur kynnt utanríkisráðuneytinu hugmyndir um að gera mælingar á jónahvolfinu svonefnda frá Íslandi. Hafa fulltrúar USSF m.a. framkvæmt vettvangskönnun hér á landi vegna mögulegrar staðsetningar á þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til rannsóknanna.
Kemur þetta fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Segir þar einnig að til rannsókna á jónahvolfinu frá Íslandi þurfi að staðsetja tækjabúnað hér á landi og yrði hann starfandi án fastrar viðveru liðsmanna geimhersins. Einungis þyrfti viðveru manna til að sinna tilfallandi viðhaldi og viðgerðum.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.