Alma: „Nauðbeygð til að hækka leiguverð“

Félagið hagnaðist um 12,4 milljarða í fyrra.
Félagið hagnaðist um 12,4 milljarða í fyrra. mbl.is/Sigurður Bogi

Alma íbúðafélag hyggst ekki ætla tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en harmar þá stöðu sem kominn er upp hjá einum leigjenda þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum. 

Félagið hafi verið nauðbeygt til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út í ljósi núverandi efnahagsástands. 75 þúsund króna hækkun eða (30% hækkun) á leigu endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem félagið hefur þurft að ráðast í, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Hagnaður vegna matsbreytinga

Þar segir einnig að 12,4 milljarða hagnaður Ölmu íbúðafélags árið 2021, sem fjölmiðlar hafa fjallað um, er að mestu leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu fasteignafélögunum auk annars reksturs. 

„Alma hefur á undanförnum árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir.

Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu. Almennt reynir Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf,“ segir einnig í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka