Kjalarleið uppfyllir ekki markmið

Möstrin á Holtavörðuheiði eru líkt og á þessari mynd.
Möstrin á Holtavörðuheiði eru líkt og á þessari mynd. Ljósmynd/Landsnet

Línuleið um Kjöl uppfyllir ekki markmið Landsnets um framtíðarþróun meginflutningskerfisins. Lína á milli Blönduvirkjunar og Hvalfjarðar um Kjöl myndi sneiða hjá Vesturlandi, Vestfjörðum og hluta af Norðurlandi vestra.

Þannig myndu möguleikar, á auknu afhendingaröryggi og að tengja nýja notendur og framleiðendur orku við kerfið, minnka. Kemur þetta fram í svari upplýsingafulltrúa Landsnets við vangaveltum landeiganda í Borgarfirði um að skynsamlegra væri að fara um Kjöl en leggja Holtavörðuheiðarlínu 1 um sveitir Borgarfjarðar og upp á Holtavörðuheiði þar sem Holtavörðuheiðarlína 3 á að taka við og tengjast Blöndustöð.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert