„Bara grín“ að loka Reykjanesbrautinni

Skúli hefur ekið Reykjanesbrautina fram og til baka, sex daga …
Skúli hefur ekið Reykjanesbrautina fram og til baka, sex daga vikunnar, í 26 ár. Ljósmynd/Lögreglan

Lok­un Reykja­nes­braut­ar í dag ber vott um óhóf­lega for­ræðis­hyggju, að mati Skúla Rós­ants­son­ar, sem ekið hef­ur braut­ina fram og til baka sex daga vik­unn­ar í 26 ár.

„Þetta er til skamm­ar,“ seg­ir Skúli í sam­tali við mbl.is, en hann er bú­sett­ur í Reykja­nes­bæ og með at­vinnu­rekst­ur í Reykja­vík.

„Ég hef einu sinni lent í að kom­ast ekki á milli, en það var árið 1998. Braut­in í dag var fær hverj­um sem er, ef plóg­arn­ir hefðu verið að störf­um. Það er bara grín að loka henni við þess­ar aðstæður.“

Hann bend­ir á að af­leiðing­ar svona lok­un­ar séu afar mikl­ar og því þurfi að fara var­lega þegar gripið er til svona aðgerða. Stór hóp­ur fólks er inn­lyksa á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem mat­ar­birgðir kláruðust strax í morg­un.

Tveir plóg­ar hefðu gert gæfumun­inn

Þegar Skúli ók braut­ina í morg­un, síðustu ferðina áður en hún lokaði, mæld­ist vind­ur 12 til 15 metr­ar á sek­úndu, með stöku hviðum sem náðu 18 metr­um á sek­úndu. 

„Það var eig­in­lega eng­inn snjór á braut­inni. Það var samt bara einn plóg­ur, en vana­lega eru tveir plóg­ar. Ef plóg­arn­ir ryðja þetta tveir sam­an í báðar átt­ir þá er þetta bara renni­færi.“

Skúli tel­ur að vel hefði verið hægt að koma fólki frá Leifs­stöð og halda opn­um for­gangsak­rein­um. Ákvörðun um að loka braut­inni sé óskilj­an­leg og rút­ur bíði í hnapp, sem hafa ekki fengið að sækja fólkið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert