Kaldar kveðjur til almennings“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst þetta lykta af dómgreindarbresti hjá Hagstofunni og vandséð að forsætisráðherra geti látið þetta óátalið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þegar mbl.is bar undir hann ákvörðun Hagstofunnar að gefa starfsfólkinu fjögurra daga frí á milli jóla og nýárs og loka stofnuninni á meðan. 

Fjöldi fólks tekur sér frí hjá ríkisstofnunum og einkafyrirækjum í kringum jól og áramót en er þá iðulega að nota sína orlofsdaga til þess. Fríið hjá starfsfólki Hagstofunnar er því annars eðlis. 

Spurður um hvort eitthvað í þessum dúr tíðkist hjá fyrirtækjum sem tilheyra SA sagðist Halldór ekki hafa heyrt af slíku. 

„Auðvitað eru dæmi um að einkafyrirtæki gefi frí í einn eða tvo aukadaga í kringum hátíðirnar, sér í lagi þegar eru svokölluð atvinnurekendajól eins og núna.  En ég þekki ekkert dæmi sem er í ætt við það sem er að gerast hjá ríkisstofnuninni Hagstofu Íslands. Einkafyrirtæki gera það sem þau vilja og ég geri engar athugasemdir við að þau gefi fólki aukadag í frí. Fjöldamargir stjórnendur fyrirtækja hafi haft samband og lýst því að svona útspil hjá opinberum aðilum valdi gremju á vinnustöðum landsins.

En að stofnanir ríkisins fari fram með þessum hætti ber vott um skilningsleysi þeirra sem þar eru forsvari á því að hlutverk þeirra er að veita almenningi og fyrirtækjum þjónustu og þeim ber að fara vel með almannafé,“ segir Halldór og nefnir einnig að orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á mbl.is á dögunum hafi verið eftirtektarverð.

„Mér finnst áleitinn punktur sem fram kom hjá fjármálaráðherra þegar hann sagði það hljóta að koma til álita að endurmeta fjárframlög til stofnana þar sem stjórnendur haga sér með þessum hætti,“ segir Halldór Benjamín enn fremur. 

Lokun Hagstofunnar á milli jóla og nýárs hefur vakið athygli.
Lokun Hagstofunnar á milli jóla og nýárs hefur vakið athygli. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert