Guðsþjónusta á jólanótt í Hallgrímskirkju hefst klukkan 23:30. Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi hér að neðan.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur.
Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi Þorsteinsson og forsöngvari er Alvilda Eyvör Elmarsdóttir.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson sem einnig leikur jólatónlist á undan athöfn.