„Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það var ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu, sagði Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, í jólaprédikun sinni í Grafarvogskirkju í dag.
Ræddi biskup um þá þöggun sem nú tíðkaðist varðandi guð kristinna manna, ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn. „Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa? Við sem treystum þeim Guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í orði Guðs,“ sagði biskup.
Kom hún því næst að því að við værum ekki undanskilin þjáningu og erfiðleikum né heldur lífshamingjunni. „En við vitum að hvað svo sem mætir okkur á lífsveginum þá erum við ekki ein,“ sagði biskup enn fremur í prédikun sinni.