Léttir til sunnan- og vestanlands

Það léttir smám saman til sunnan- og vestanlands.
Það léttir smám saman til sunnan- og vestanlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum fyrir norðan og autan, en lengst af þurrt annars staðar. Frost verður á bilinu núll til tíu stig en mildast verður við ströndina.

Það gengur í norðaustan 10 til 18 m/s í dag en 18 til 25 m/s á Suðausturlandi síðdegis. Snjókoma og síðar él norðan- og austan til en það léttir smám saman til sunnan- og vestanlands.

Í nótt var minnkandi ofankoma og vindur en í dag má búast við vaxandi austan- og suðaustanátt vestan til. Þá fer að snjóa vestast annað kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert