Ekki endilega bestu skilyrðin á gamlárskvöld

Það stefnir í köld og snjóþung áramót um helgina.
Það stefnir í köld og snjóþung áramót um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Gróf mynd er kom­in á veður­spá lands­ins á gaml­árs­kvöld að sögn Ei­ríks Arn­ar Magnús­son­ar, veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands. Sam­kvæmt henni verða ekki endi­lega bestu skil­yrðin til að sjá flug­elda á lofti. 

„Það er út­lit fyr­ir aust­læg­ar átt­ir og snjó­komu víða eða él, síst á Norðaust­ur­landi. Ekk­ert endi­lega neitt mik­inn vind en kalt,“ seg­ir hann. 

Ei­rík­ur seg­ir að frost verði á bil­inu 2 til 15 stig. 

Hann seg­ir að mjög lík­lega muni snjóa á höfuðborg­ar­svæðinu á gaml­árs­dag, jafn­vel um kvöldið. 

„Skil­yrðin til að sjá flug­elda eru því ekki endi­lega þau bestu. Hvort það stytti upp akkúrat á meðan er spurn­ing, það er alltaf ein­hver séns.“

Ei­rík­ur seg­ir því að lok­um að ára­mót­in hjá flest­um muni ein­kenn­ast af kulda og snjó hvað snert­ir veður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert