Ekki endilega bestu skilyrðin á gamlárskvöld

Það stefnir í köld og snjóþung áramót um helgina.
Það stefnir í köld og snjóþung áramót um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Gróf mynd er komin á veðurspá landsins á gamlárskvöld að sögn Eiríks Arnar Magnússonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt henni verða ekki endilega bestu skilyrðin til að sjá flugelda á lofti. 

„Það er útlit fyrir austlægar áttir og snjókomu víða eða él, síst á Norðausturlandi. Ekkert endilega neitt mikinn vind en kalt,“ segir hann. 

Eiríkur segir að frost verði á bilinu 2 til 15 stig. 

Hann segir að mjög líklega muni snjóa á höfuðborgarsvæðinu á gamlársdag, jafnvel um kvöldið. 

„Skilyrðin til að sjá flugelda eru því ekki endilega þau bestu. Hvort það stytti upp akkúrat á meðan er spurning, það er alltaf einhver séns.“

Eiríkur segir því að lokum að áramótin hjá flestum muni einkennast af kulda og snjó hvað snertir veður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert