„Getum auðvitað aldrei sigrað brjálað veður“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra, fundaði í dag með innviðaráðherra, ásamt lyk­ilfólki í ferðaþjón­ust­unni, varðandi lok­an­ir á veg­um síðustu daga og áhrif þeirra á ferðaþjón­ust­una. 

„Það er auðvitað þannig að ferðaþjón­ust­an er sú at­vinnu­grein sem skap­ar mest­an gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is og nefn­ir að á síðustu tólf mánuðum hafi ferðaþjón­ust­an skilað 411 millj­örðum í þjóðarbúið.

„Vægi vetr­arþjón­ustu hef­ur verið að aukast mjög mikið síðustu ár. Það er auðvitað mik­ill ávinn­ing­ur sem fylg­ir því, fyr­ir allt sam­fé­lagið en líka nýj­ar áskor­an­ir. Arðsemi í grein­inni grund­vall­ast á því að við get­um boðið upp á heils árs ferðaþjón­ustu og því er mjög mik­il­vægt að styðja við alla innviði og styrkja þá enn frek­ar í góðri sam­vinnu við alla hagaðila.“

Lilja seg­ir að ekki hafi verið rætt að bæta upp það fjár­hagstjón sem ferðaþjón­ust­an hef­ur orðið fyr­ir vegna lok­an­anna, enda ekki for­dæmi fyr­ir slíku. 

„Vaxið sem vetr­ar­ferðaþjón­ustu­land“

Lilja nefn­ir að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra hef­ur sett af stað hóp til að fara yfir verk­ferla er varða lok­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar rétt fyr­ir jól. Þeirri vinnu á að ljúka í lok janú­ar. 

„Það er auðvitað viður­kenn­ing á mik­il­vægi ferðaþjón­ust­unn­ar fyr­ir þjóðarbúið. Ég sem ferðamálaráðherra legg auðvitað gríðarlega áherslu á það, að all­ir innviðir séu traust­ir og að við get­um vaxið sem vetr­ar­ferðaþjón­ustu­land. Þannig tryggj­um við að sú fjár­fest­ing sem hef­ur átt sér stað í ferðaþjón­ust­unni nýt­ist sem best.“

Ræddu þið á fund­un­um í dag mögu­leg­ar lausn­ir?

„Þeirri vinnu hjá innviðaráðherra lýk­ur á næstu vik­um. Ég ein­blíni á hið þjóðhags­lega mik­il­vægi ferðaþjón­ust­unn­ar og að það er allt sam­fé­lagið sem nýt­ur ávinn­ings­ins af öfl­ugri ferðaþjón­ustu, bæði efna­hags­lega og líka í auk­inni þjón­ustu.“

Spurð hvort að ákv­arðanir um lok­an­ir vega skuli vera hjá öðrum aðila en Vega­gerðinni seg­ist Lilja ekki sagt til um það. 

„Þetta er sú vinna sem er í gangi. Það er ekki ábyrgt af mér að fara full­yrða eitt­hvað um það fyrr en við sjá­um hvaða til­lög­ur koma út úr þess­ari vinnu. Aðal­atriðið er að það sé gríðarlega góð sam­vinna á milli vega­mála­yf­ir­valda, al­manna­varna, björg­un­ar­sveita, og að sjálf­sögðu ferðaþjón­ust­unn­ar. All­ir þess­ir aðilar þurfa að vinna eins og einn aðili þegar veðrið birt­ist okk­ur í þess­um ham.“

Í góðum sam­skipt­um

Lilja kann­ast ekki við að skort­ur sé á sam­vinna á milli stjórn­valda og ferðaþjón­ust­unn­ar en Jó­hann­es Þór Skúla­son, formaður SAF, kallaði eft­ir bætt­um sam­skipt­um, þá sér­stak­lega við Vega­gerðina, í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún seg­ir að stjórn­völd hafi verið í sam­skipt­um við lyk­ilaðila á meðan óveðrið hef­ur staðið yfir í des­em­ber. 

„Núna skipt­ir mestu máli að við sjá­um hvað er hægt að bæta og hvernig við tryggj­um að það sé hægt að reiða sig á þessa innviði til þessa þjón­ustu. En við get­um auðvitað aldrei sigrað brjálað veður, en við eig­um að vera við öllu viðbúin. Tryggja að ör­ugg­ar sam­göng­ur geti farið af stað um leið og veðrið er viðráðan­legt.“

Þakk­lát björg­un­ar­sveit­un­um

Lilja kveðst vera gríðarlega þakk­lát fyr­ir alla þá sjálf­boðavinnu sem björg­un­ar­sveit­ir lands­ins hafa unnið síðustu daga. 

„Þau hafa unnið þrek­virki við að aðstoða sam­fé­lagið allt og ferðamenn sem hafa lent í ógöng­um,“ seg­ir hún. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka