„Alvarleg staða sem við höfum áhyggjur af“

Fýkur yfir Tröllafjall, sem liggur inn af botni Reyðarfjarðar. Mynd …
Fýkur yfir Tröllafjall, sem liggur inn af botni Reyðarfjarðar. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Enn er á huldu hvað olli raf­magns­bil­un í spenni­virkj­un á Stuðlum í Reyðarf­irði. Raf­magns­laust hef­ur verið í bæn­um frá klukk­an hálf átta í morg­un vegna þessa. Hús á svæðinu, sem kynt eru með raf­magni, eru tek­in að kólna.

Rós­ant Guðmunds­son kynn­ing­ar­stjóri hjá RARIK seg­ir í sam­tali við mbl.is að unnið sé að því að greina bil­un­ina.

RARIK vinn­ur nú að því að koma vara­afli frá Seyðis­firði og vara­spenni frá Ak­ur­eyri í bæ­inn. Ófært er um Fagra­dal og Fjarðar­heiði eins og stend­ur og er því óvíst hvenær viðgerðar­menn kom­ast í bæ­inn. 

Raf­magn kemst á í kvöld eða nótt

Vega­gerðin vinn­ur þó að því að ryðja veg­inn og að sögn Rós­ants ætti raf­magn að kom­ast á aft­ur í bæn­um í kvöld eða í nótt. 

„Von­ast er til að koma raf­magni á aft­ur í gegn­um spenni Landsnets en í versta falli mun þetta vara fram á kvöld eða nótt. Þetta er al­var­leg staða sem við höf­um áhyggj­ur af og erum á fullu að reyna koma þessu í lag,“ seg­ir hann.

Spurður hvort að mögu­leiki sé á að raf­magns­leysi muni vara til morg­uns svar­ar Rós­ant því neit­andi og seg­ir að verið sé að leita allra leiða til að flytja vara­aflið til Reyðarfjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert