Úrvinnslugjald hækkar um áramót

Kort/mbl.is

Hækkanir verða um áramótin á úrvinnslugjaldi sem lagt er á innfluttar vörur við tollafgreiðslu og á innlenda framleiðslu og auk þess verður gjaldið lagt á fleiri vöruflokka en áður. Breytingarnar eru liður í innleiðingu hringrásarhagkerfis.

Í sumum tilvikum tekur breytingin gildi 1. mars nk. Gjald á umbúðir úr plasti hækkar úr 30 kr./kg í 82 kr./kg og úr pappír og pappa úr 22 kr./kg í 42 kr./kg. Þá verður frá og með áramótum lagt 15 þúsund króna úrvinnslugjald á ökutæki við nýskráningu hvers ökutækis óháð orkugjafa og lagt verður úrvinnslugjald, alls 27 krónur, á kíló af blautþurrkum, tóbaksvörum með filterum, blöðrur og fleiri einnota plastvörur svo dæmi séu tekin.

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir í samtali við Morgunblaðið að verið sé að innleiða Evrópuregluverk, sem hafi ekki enn tekið gildi, og sé Ísland í raun tveimur árum á undan öðrum Evrópuþjóðum að innleiða breytingarnar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert