Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar

Alexandra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs.
Alexandra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata og formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í rauninni var tilgangurinn að læra af reynslunni frá síðasta vetri. Sú vinna hefði átt að hefjast í september, en tafðist inn í október vegna þess að illa gekk að finna fulltrúa minnihlutans í hópinn,“ segir Alexandra Briem borg­ar­full­trúi Pírata og formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, um vinn­una sem fer fram í stýri­hópi borg­ar­inn­ar um snjómokst­ur, en Alexandra tók við formennsku hópsins í ágúst.

„Við erum með samninga um níu stór snjóruðningstæki í beinum samningum, sem einbeita sér að aðalstofnæðum borgarinnar við þessar aðstæður. Síðan eiga verktakarnir að sjá okkur fyrir allt að 26 tækjum aukalega í heildina sem þeir gera í gegnum undirverktaka. Þeir undirverktakar voru einfaldlega ekki tilbúnir og gátu ekki brugðist við þegar við vildum, svo fyrsta sólarhringinn af þessari miklu snjókomu vorum við með of fá tæki á götunum,“ segir Alexandra um viðbragð borgarinnar við fannburðinum í desember.

Innhýsa meira af þjónustunni?

„Ástæðan fyrir þessu er ekki sú að við í borginni höfum ekki kallað verktakana til starfa eða að við höfum ekki verið með samninga, heldur að það sem um hafði verið samið var ekki tilbúið þegar á reyndi. Þeir komust ekki til okkar strax.“

- Var einhver ástæða gefin fyrir því?

Alexandra segir að hún hafi ekki heyrt neina ástæðu aðra en að verktakarnir hafi ekki verið tilbúnir með tækin. „Ég hef gengið eftir því að vita meira, en hef ekki fengið fleiri svör.“

Alexandra segir að ferlarnir séu til staðar. „En við erum samt að fara yfir hvort við þurfum að endurskoða eitthvað viðmiðin, eða hvernig við semjum eða jafnvel hvort við viljum innhýsa meira af þjónustunni og aðrar áskoranir sem eru til umræðu núna. Núna erum við að bíða eftir kostnaðarmetnum tillögum frá starfsfólkinu í stýrihópnum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert