„Erum að tvöfalda áformin í Reykjavík“

Einar segir að borg og ríki séu að taka stórt …
Einar segir að borg og ríki séu að taka stórt skref. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs, seg­ir að ríki og borg hafi tvö­faldað áform um hús­næðis­upp­bygg­ingu í Reykja­vík með samn­ingi sem und­ir­ritaður var í dag. 

Innviðaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg hafa samið um upp­bygg­ingu 16 þúsund íbúða á næstu tíu ár­un­um, þar af allt að 2.000 íbúðum ár­lega næstu fimm árin.

„Við erum að skuld­binda okk­ur til þess að tryggja að til séu bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir fyr­ir allt að 3.000 íbúðir til­tæk­ar á hverj­um tíma,“ seg­ir Ein­ar. Skuld­bind­ing­in skipti máli ekki síst þar sem stund­um hafi verið kvartað und­an lóðarskorti í Reykja­vík. 

Von­ar að iðnaður­inn taki við sér

„Ég tel að Sam­tök iðnaðar­ins og fleiri aðilar, sem hafa óskað eft­ir lóðum til þess að byggja á, muni fagna þessu mjög.“

Brýn þörf er á að byggja íbúðir í Reykja­vík og gagn­rýnt að lóðir sem þegar hafi verið út­hlutað standi auðar.

„Nú er að sjá hvort iðnaður­inn taki við sér. Það eru víða bygg­ing­ar­reit­ir þar sem ekki er verið að byggja og þarf að slá í klár­inn. Hús­næðis­ör­yggi, hús­næðismarkaður­inn er að hafa gríðarleg áhrif á lífs­kjör­in í land­inu. Eru inn­legg inn í kjara­samn­inga og fleira, sem við þekkj­um. Svo það er gríðarlega mik­il­vægt að við náum jafn­vægi á hús­næðismarkaðnum og þetta, að Reykja­vík og iðnaðarráðuneytið hafi náð þess­um samn­ingi, sex mánuðum eft­ir kosn­ing­ar, er gríðarlega stórt skref og mikið fagnaðarefni fyr­ir alla,“ seg­ir Ein­ar.

„Stend­ur líka upp á fjár­mála­kerfið“

Get­um við treyst því að upp­bygg­ing af hálfu iðnaðar­ins drag­ist ekki á lang­inn?

„Ég heyri ekki annað frá þeim geira en að þeir séu til­bún­ir að fjölga tækj­um og fjölga starfs­mönn­um í alla þá upp­bygg­ingu sem við erum að boða. Ég vona að þeir séu klár­ir. Það stend­ur líka upp á fjár­mála­kerfið að fjár­magna þessi áform fyr­ir verk­taka sem vilja fara af stað.“

„Þetta er sam­fé­lags­legt verk­efni og það þurfa all­ir að spila með til þess að við náum þess­um ár­angri. Fólkið í Reykja­vík og fólkið á höfuðborg­ar­svæðinu á það skilið að borg­in ger­ir allt sem hún get­ur til þess að hraða hús­næðis­upp­bygg­ingu“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að ríkið, iðnaður­inn og fjár­mála­kerfið þurfi að standa sam­an að því verk­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert