Allt of margir sjúklingar

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgar­svæðins, situr til …
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgar­svæðins, situr til vinstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fólk virðist hafa brugðist vel við ákalli Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, um að leita til upp­lýs­inga­miðstöðvar heilsu­gæsl­unn­ar áður en haldið yrði á bráðamót­töku eða heilsu­gæslu vegna veik­inda.

„Fólk sem er að nýta sér bráðaþjón­ust­una er sann­ar­lega veikt. Við vilj­um taka á móti því fólki,“ seg­ir Sig­ríður Dóra Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Hún seg­ir álagið engu að síður gríðarlegt. „Það er ennþá mikið um um­gangspest­ir þó þetta virðist aðeins vera að ró­ast. Það eru lang­ar biðraðir alls staðar.“

Það er vandrataður veg­ur, að biðla til fólks að stilla kom­um sín­um á heil­brigðis­stofn­an­ir í hóf. Sig­ríður Dóra seg­ir þó ekki hafa borið mikið á því að fólk veigri sér of lengi við það að leita sér hjálp­ar. 

„Það á auðvitað eng­inn að koma að lokuðum dyr­um.“

Heilsu­vera mik­il bú­bót

Sig­ríður Dóra tel­ur fólk vera að nýta sér Heilsu­veru í aukn­um mæli. Þar geti það fengið leiðbein­ing­ar og ráð í gegn­um síma og á net­inu. „Fólk kann að meta það, sér að þetta er góð þjón­usta og er að nýta sér það.“

Með upp­lýs­inga­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar er hægt að bóka fólk á dagvakt­ir og þá ligg­ur fyr­ir hvers vegna það er að koma. Er þetta mik­il bú­bót og eyk­ur hag­kvæmni, enda felst tímasparnaður í því að hver heim­sókn byrji ekki sem óskrifað blað. 

Ekki verið að demba fólki á heilsu­gæsl­una

Mikið flæði er milli bráðamót­tök­unn­ar og heilsu­gæslu­stöðvanna. „Bráðamót­tak­an vís­ar sum­um frá til okk­ar og á sama hátt sjá­um við oft fólk sem þarf að fara á bráðamót­tök­una, og send­um það þangað.“

Sig­ríður seg­ir sátt og skiln­ing ríkj­andi milli deild­anna, en ekki hafi verið kvartað yfir því að heilsu­gæsl­an vísi fólki að óþörfu á bráðamót­tök­una. „Þau vita líka hvað við get­um gert og vísa ekki til baka er­ind­um, nema þeim sem við ráðum við fag­lega.“

Heilsu­gæsl­an upp­lif­ir stöðuna því ekki á þann veg að verið sé að demba á hana fólki sem ætti að fá þjón­ustu ann­ars staðar. 

Sam­tal er þó í gangi um að finna leiðir til að beina fólki bet­ur á rétt­an stað strax í upp­hafi, en það get­ur verið hvim­leitt þegar fólk leit­ar á mót­tök­ur heil­brigðis­kerf­is­ins með til­vilj­ana­kennd­um hætti. 

Vant­ar fólk og fjár­muni

Engu að síður eru sjúk­ling­ar allt of marg­ir í heild­ina, miðað við heil­brigðis­starfs­fólk, að sögn Sig­ríðar. 

„Þegar staðan er þannig þá ræður eng­inn við þetta. Heil­brigðis­starfs­fólk er svo áhuga­samt og metnaðarfullt í sínu starfi að það sinn­ir verk­efn­um oft langt um­fram það sem það hef­ur orku til, en það er áhyggju­efni.“

Sig­ríður seg­ir skorta fjár­muni og fólk. „Okk­ur vant­ar starfs­fólk, lækna og hjúkr­un­ar­fræðinga, og pen­ing til að ráða inn fleiri fólk, svo heilsu­gæsl­an geti sinnt þessu hlut­verki sem henni er falið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert