Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir nýja bílastæðastefnu borgarinnar farna að birtast í uppbyggingu íbúða á þéttingarreitum. Þar með talið á Snorrabraut.
„Við höfum sett nýja bílastæðastefnu en í henni er ekki lengur gert ráð fyrir lágmarksfjölda bílastæða heldur frekar hámarksfjölda. Þannig er gert ráð fyrir að á uppbyggingarsvæðum, sem eru nálægt hágæðaalmenningssamgöngum, megi fara með stæðafjöldann nokkuð langt niður. Þannig að hugmyndin er að vera ekki að eyrnamerkja stæði tilteknum íbúðum heldur að fólk geti notað aðra samgöngumáta. Jafnframt geta húsfélög leyst þetta á sinn hátt. Til dæmis með því að hvetja fólk til að samnýta bíla og bílastæði með einhverjum hætti, til dæmis með sameiginlegum bílastæðahúsum,“ segir Pawel.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.