Vindorkufyrirtækið Zephyr Iceland og verkfræðistofan EFLA hafa ákveðið að fresta kynningarfundi um vindorkuverkefni innan Brekku í Hvalfirði.
Fundarhöldurum bárust ábendingar um að boðað hafi verið til fundarins með stuttum fyrirvara en fundurinn átti að fara fram annað kvöld eða 9. janúar.
Nýr fundartími verður auglýstur með góðum fyrirvara segir á Skessuhorninu sem vakti athygli á frestuninni á vef sínum í dag.