Sigmundi Davíð líkt við Hitler og Mussolini

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, gagn­rýn­ir kenn­ara í Verzl­un­ar­skóla Íslands fyr­ir að líkja sér við fas­ist­a­leiðtog­ana Ad­olf Hitler og Benito Mus­sol­ini.

Sig­mund­ur deil­ir á Face­book mynd af glæru, sem hann seg­ir að kenn­ari í skól­an­um hafi sýnt í kennslu­stund. 

Á glær­unni er sam­sett mynd af Hitler, Mus­sol­ini og Sig­mundi Davíð, und­ir yf­ir­skrift­inni: „Nokkr­ir merk­ir þjóðern­is­sinn­ar“.

Veld­ur áhyggj­um

Sig­mund­ur seg­ir að svo virðist em póli­tísk­ur áróður hafi tekið við af fræðslu í Verzl­un­ar­skól­an­um. Menn­irn­ir tveir sem hon­um sé líkt við hafi verið ómerki­leg­ir og stjórn­ar­far þeirra eitt­hvert óhugn­an­leg­asta dæmi um öfg­ar í mann­skyns­sög­unni.

Fyr­ir mann sem hef­ur frá upp­hafi verið í póli­tík ekki hvað síst vegna trú­ar á skyn­sem­is­hyggju og andúðar á hvers kon­ar öfg­um veld­ur ósvíf­in vanþekk­ing eða ill­girni eins og birt­ist í þess­ari kennslu­stund mér áhyggj­um. Fyrst og fremst vegna þess að ég ótt­ast hvaða önn­ur inn­ræt­ing eigi sér stað í skól­un­um,“ seg­ir fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherr­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert