„Tími svona bakaría er liðinn“

Bollur eru að jafnaði á boðstólum hjá bakaríum.
Bollur eru að jafnaði á boðstólum hjá bakaríum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tími svona bakaría er liðinn,“ segir Þráinn Lárusson, eigandi Fellabakarís í Fellabæ, um tímabundna rekstrarstöðvun bakarísins. Hann telur að ráðast muni á næstu dögum hvort að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi rekstri fyrirtækisins.

Héraðsmiðillinn Austurfrétt greindi fyrst frá því fyrr í dag að útibú bakarísins hefðu hvorki opnað um helgina né í morgun.

Kannski síðasta bakaríið

„Þegar fólk velur frekar að versla brauð frá þessum stóru verksmiðjubakaríum, sem geta boðið brauðið ódýrara, þá er náttúrulega viðbúið að svona bakarí heyri sögunni til. Kannski var þetta síðasta bakaríið sem var að strita við að gera þetta svona,“ segir Þráinn í samtali við mbl.is.

Ákvörðun um að leggja niður starfsemina að sinni hafi verið tekin eftir þungan rekstur.

„Það er ekki hægt að berja í haus með steini. Það eina sem er hægt að gera er að finna einhverjar aðrar leiðir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert