Kostnaður við snjómokstur í Kópavogi langt yfir áætlun

Enn er unnið að snjómokstri í íbúðahverfum, sérstaklega í Vestur- …
Enn er unnið að snjómokstri í íbúðahverfum, sérstaklega í Vestur- og miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við snjómokstur hjá sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fór á síðasta ári langt fram úr því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum þeirra. Þannig var kostnaður Kópavogsbæjar um 350-370 milljónir króna, 200-220 milljónum umfram það sem áætlað var.

Vegna mikilla snjóa nú í desember og raunar einnig síðasta vetur hafa sveitarfélögin á Suður- og Suðvesturlandi þurft að leggja í mikinn kostnað við snjómokstur og aðra vetrarþjónustu gatna sinna. Fram hefur komið í blaðinu að kostnaður Vegagerðarinnar fór yfir fimm milljarða, sem er nokkuð á annan milljarð yfir kostnaðaráætlun, og kostnaður Reykjavíkurborgar var kominn vel yfir milljarðinn sem er tvöfalt meiri kostnaður en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Sömu sögu má segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogsbær gerði ráð fyrir 150 milljóna króna kostnaði en hann varð meira en tvöfalt hærri, eða 350-370 milljónir. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 14. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert