Loka sundlaugum vegna skorts á heitu vatni

mbl.is/Sigurður Bogi

Veit­ur munu á morg­un skerða fram­lag á heitu vatni til stór­not­enda, þar á meðal sund­lauga á höfuðborg­ar­svæðinu vegna álags á hita­veitu­kerfi í kuldatíðinni.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur því tekið ákvörðun um að loka sund­laug­un­um í Reykja­vík og baðaðstöðunni við Yl­strönd­ina í Naut­hóls­vík á morg­un fimmtu­dag seg­ir í til­kynn­ingu. Opn­un­ar­tími verður hins veg­ar óbreytt­ur í dag, miðviku­dag­inn 18. janú­ar.

„Að sögn Veitna verður staðan met­in aft­ur í fyrra­málið og þá tek­in ákvörðun um fram­haldið. Bú­ist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hita­veitu­kerfið á föstu­dag,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert