380 milljón króna stuðningur til Úkraínu

Þórdís Kolbrún ásamt Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu og Jens Stoltenberg, …
Þórdís Kolbrún ásamt Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ísland mun veita tveimur milljónum punda, eða rúmlega 360 milljónum króna, í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu (e. International Fund for Ukraine) sem bresk stjórnvöld settu á laggirnar á síðasta ári.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 

Þar segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti stuðninginn á fundi ríkjahóps sem styður varnarbaráttu Úkraínu (e. Ukraine Defence Contact Group) sem haldinn var í Ramstein í Þýskalandi í dag. Hópinn skipa 45 ríki.

Varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksii Reznikov, ávarpaði fundinn og gerði grein fyrir vígstöðunni í landinu og þörfum úkraínska hersins fyrir stuðning.

Ísland hefur áður stutt við varnargetu Úkraínu gegnum þennan sama sjóð en einnig sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og með stuðningi við hergagnaflutninga, sendingu á vetrarbúnaði og sprengjueyðingaþjálfun, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni. 

Danir, Svíar og Finnar tilkynntu í gær og í dag aukna hernaðaraðstoð við Úkraínumenn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert