Leifar af flugeldum fundust í brunarústum rafbíls sem kviknaði í í gærkvöldi, í bílastæðahúsinu við Þingholtsstræti í Reykjavík.
Ummerkin benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.
Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í miðbænum, staðfestir í samtali við mbl.is að málið fari í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar en að svo stöddu liggi ekki frekari upplýsingar fyrir um málið.
Þá sagði Rafn ekkert benda til þess að möguleg íkveikja tengist öðrum glæpum eða hópaátökum í Reykjavík.