Veðurfræðingurinn er horfinn af skjánum í veðurfréttum ríkisútvarpsins, sökum bilunar í grafískum búnaði.
Hefðbundið er að veðurfræðingar séu á skjánum þegar veðurfréttir eru fluttar og geta þeir þannig gefið betri mynd af veðurspánni.
Veðurfræðingslaust hefur verið á skjánum frá því á laugardaginn síðasta.
Samkvæmt upplýsingum frá ríkisútvarpinu er beðið eftir varahlut sem býr til grafíkina fyrir framan og aftan veðurfræðinginn, sem síðan gerir honum kleift að vera í mynd.