Ógilda kaupin á Gunnars

Gunnars hf. fær ekki að renna undir Kaupfélag Skagfirðinga.
Gunnars hf. fær ekki að renna undir Kaupfélag Skagfirðinga.

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur ógilt kaup Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga á Gunn­ars ehf., sem áður hét Gunn­ars maj­ónes.

„Með kaup­um KS á Gunn­ars hefðu runnið sam­an tveir af stærstu fram­leiðend­um á maj­ónesi og köld­um sós­um á Íslandi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. Fáir fram­leiða maj­o­nes á Íslandi en helsti sam­keppn­isaðili fé­lag­anna er Kjarna­vör­ur.

Bæri höfuð og herðar yfir aðra söluaðila maj­ónes

Gunn­ars er eins og kunn­ugt er sterkt vörumerki í þess­um vöru­flokki og KS fram­leiðir og dreif­ir sömu vöru­teg­und­um und­ir merkj­um E. Finns­son og eft­ir at­vik­um Voga­bæj­ar, auk þess sem báðir aðilar fram­leiða þess­ar vör­ur einnig fyr­ir önn­ur fyr­ir­tæki. Báðir aðilar selja sömu vöru­teg­und­ir til dag­vöru­versl­ana og stór­not­enda,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Sam­keppnis­eft­ir­litið tel­ur upp eft­ir­far­andi þrjú atriði við samrun­ann sem hefðu haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sam­keppni á markaði:

  1. Markaðsráðandi staða hefði orðið til á nán­ar til­greind­um mörkuðum fyr­ir hreint maj­ónes og aðrar til­bún­ar kald­ar sós­ur sem skil­greind­ir eru nán­ar í ákvörðun­inni. Eru fyr­ir­tæk­in með mjög sterka stöðu á vörumörkuðum máls­ins. Þannig hefði sam­einað fyr­ir­tæki orðið stærsta fyr­ir­tækið á viðkom­andi mörkuðum og með um­tals­verða yf­ir­burði yfir helsta keppi­naut sinn Kjarna­vör­ur. Þá eru fáir fram­leiðend­ur að maj­ónesi hér­lend­is og hefði þeim fækkað um einn vegna samrun­ans.
  2. Fyr­ir­tæk­in eru nán­ir og mik­il­væg­ir keppi­naut­ar við fram­leiðslu og sölu á hreinu maj­ónesi og til­bún­um köld­um sós­um. Með kaup­um KS á Gunn­ars hefði því ná­inn og mik­il­væg­ur keppi­naut­ur horfið af sviðinu og þar með það sam­keppn­is­lega aðhald sem því fylg­ir. Aðgangs­hindr­an­ir eru auk þess til staðar sem hindra sam­keppni og gera inn­komu burðugs keppi­naut­ar eða stækk­un keppi­nauta ólík­legri en ella. Þá veg­ur kaup­enda­styrk­ur fárra aðila á dag­vörumarkaði ekki upp á móti skaðleg­um áhrif­um samrun­ans með full­nægj­andi hætti.
  3. Skaðleg úti­lok­un­ar­áhrif og lóðrétt samþætt­ing hefði auk­ist. Fyr­ir samrun­ann er Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga lóðrétt samþætt fyr­ir­tæki með fjölþætta og víðfeðma starf­semi. Með samrun­an­um hefðu um­svif sam­stæðu Kaup­fé­lags­ins og lóðrétt samþætt­ing þess auk­ist sömu­leiðis. Í krafti auk­inn­ar samþætt­ing­ar og stöðu hins sam­einaða fyr­ir­tæk­is á aðliggj­andi vörumörkuðum máls­ins hefði samrun­inn haft skaðleg úti­lok­un­ar­áhrif fyr­ir sam­keppni á frá­liggj­andi mörkuðum, líkt og nán­ar grein­ir í ákvörðun­inni.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert