Agla María Albertsdóttir
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að fordæmi séu fyrir því að miðlunartillögur hafi verið felldar og að sami ríkissáttasemjari nái í kjölfarið að leiða fram sættir spurður hvort honum sé stætt á að halda áfram í starfi verði miðlunartillögunni hafnað sem hann setti fram í morgun í deilu Eflingar og SA.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sakað ríkissáttasemjara um lögbrot og þá hefur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagt að verið sé að ganga á rétt beggja samningsaðila til að ná kjarasamningi. Aðalsteinn segir að sér hafi einfaldlega ekki verið stætt á öðru við þessar kringumstæður en að beita miðlunartillögunni.
„Mér finnst mér ekki vera stætt á öðru en að nota þetta verkfæri sem ég hef í þeim kringumstæðum að viðræður eru fullkomlega stál í stál. Mér finnst auðsýnt að áframhaldandi samtal muni ekki skila niðurstöðu,“ segir Aðalsteinn.