Þær aðgerðir sem ráðist var í fyrir 20-30 árum, til dæmis með uppbyggingu leikskóla og fæðingarorlofi, hafa aukið þátttöku á vinnumarkaði hér á landi og þannig ýtt undir þá hagsæld sem við búum við í dag.
Þetta segir Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem er gestur Dagmála í dag. Hún segir þó ýmis teikn á lofti sem vert sé að vera vakandi yfir, til dæmis hvort þátttaka á atvinnumarkaði muni minnka hér á landi líkt og hún hefur gert víða annars staðar. Þá þarf að ráðast í kerfisbreytingar, sem meðal annars geta falið í sér hækkun á eftirlaunaaldri.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.