42 vetra hestur við góða heilsu

Sleipnir er meðal elstu Íslandshesta sem sögur fara af.
Sleipnir er meðal elstu Íslandshesta sem sögur fara af.

Sleipnir frá Kronleiten er meðal elstu Íslandshesta sem sögur fara af. Hann er 42 vetra og er við góða heilsu hjá eigendunum, systkinunum Peter og Barböru Hein í Bæjaralandi í Þýskalandi. Aldursmet íslenskra hesta virðist þó hryssan Tulle í Danmörku eiga, sem náði 56 ára aldri.

Barbara Hein býr í þorpinu Eggstatt sem er skammt frá vatninu Chiemsee, ekki langt frá landamærum Þýskalands og Austurríkis. Faðir hennar var mikill Íslandsvinur og ræktaði íslenska hesta. Ræktunin er kennd við Kronleiten í Bæjaralandi.

Sleipnir er fallegur, að sögn Barböru, brúnskjóttur og við góða heilsu þrátt fyrir háan aldur. Hann er til dæmis með allar tennur heilar. Hann hefur þó ekki verið notaður til útreiða í fimm ár, en er stundum teymdur undir börnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert