„Þetta er ekkert óvenjulegt. Við höfum séð það verra en þetta. Nú erum við komin með nágranna og því sér fólk þetta kannski betur en áður,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri golfklúbbsins Odds í Garðabæ.
Heldur nöturleg sjón blasti við vegfarendum við völl klúbbsins, Urriðaholtsvöll, um helgina. Mikið vatn er yfir vellinum og fyrir þá sem ekki þekkja til virðist útlitið ekki bjart fyrir golfsumarið. Þorvaldur segir að fólk þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.