Vilja geta sett bílana í vatnsbað

Vandasamt getur verið fyrir slökkvilið að fást við eld í …
Vandasamt getur verið fyrir slökkvilið að fást við eld í rafbílum. mbl.is/Stefán Einar

Miklar áskoranir eru fyrir slökkvilið að takast á við eld í rafbílum og öðrum farartækjum sem búin eru endurhlaðanlegum rafhlöðum. Af þeim sökum fylgist Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vel með þróun mála hjá kollegum sínum úti í heimi og þeim tækninýjungum sem bjóðast. Þetta kom fram í máli Birgis Finnssonar, varaslökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, á fræðsludegi um rafvæðingu farartækja sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hélt á dögunum.

„Við höfum fjárfest í ákveðnum grunnbúnaði og fylgjumst vel með því hvað aðrir eru að gera,“ segir Birgir í samtali við Morgunblaðið. Mikil fjölgun rafbíla hér á landi felur í sér áskoranir enda getur verið erfitt að eiga við eld þegar hann kemur upp.  

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert