Forysta Eflingar ætti að skammast sín

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Hákon

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst ekki sáttur við samkomulag ríkissáttasemjara og Eflingar um að leggja til hliðar aðfararbeiðni til að ná fram kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu.

„Furðutafaleikir Eflingar halda áfram til að lengja leiðina að óumflýjanlegri atkvæðagreiðslu félagsmanna þeirra um miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

„Þau viðhalda glórulausum verkföllum jafnvel þótt tafir þeirra á að afhenda atkvæðaskrá valdi óþarfa tjóni enda engar samningaviðræður í gangi. Forystan ætti að skammast sín vegna þessarar fordæmalausu hegðunar en þau virðast skeyta hvorki um skömm né heiður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert