Hótelherbergi lagt í rúst

Lögreglan að störfum í miðborginni. Mynd úr safni.
Lögreglan að störfum í miðborginni. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Lögregla var kölluð til í miðborginni í dag vegna eignaspjalla á hóteli.

Þar hafði hótelherbergi verið lagt í rúst, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Brotist inn í bíla í Vesturbænum

Annasamt var hjá lögreglunni á Hverfisgötu en hún var kölluð til vegna sofandi manns í bílakjallara, tveggja innbrota í bifreiðir í Vesturbænum og vegna manns sem neitaði að borga fyrir far með leigubíl. 

Þá barst lögreglu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði en ekkert var þar að sjá þegar hana bar að. Tilkynnt var einnig um innbrot í heimahús í sama póstnúmeri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert