Margrét sakfelld fyrir að hóta Semu Erlu lífláti

Brot Margrétar varðar 233. grein almennra hegningarlaga.
Brot Margrétar varðar 233. grein almennra hegningarlaga. Ljósmynd/Aðsend

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Margréti Friðriksdóttur, sem heldur úti Fréttin.is, fyrir að hóta Semu Erlu Serdar lífláti. Sema er stofnandi Solaris, hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi.

Atvikið átti sér stað sumarið 2018. DV greinir frá.

Margrét hótaði Semu Erlu lífláti fyrir utan Cafe Benzin við Grensásveg. Sagði hún við hana á ensku: „I'm gonna kill you, you fucking bitch.“

Eða sem útlagst gæti lauslega á íslensku: „Ég ætla að drepa þig fokking tíkin þín.“

Brot Margrétar varðar 233. grein almennra hegningarlaga. Í umfjöllun DV segir að Margrét hafi verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka